IHANNA HOME sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vörum sem henta einnig fyrirtækjum s.s. fyrir fyrir hótel, gistiheimili og veitingastaði. Við höfum einnig gert samninga við ýmis fyrirtæki og tekið þátt í verkefnum með framleiðslu á sérvörum fyrir fyrirtæki. Við erum í góðu samstarfi við fjöldan allan af framleiðendum víða um heim og tryggjum ávallt að farið sé eftir óskum um gæði í framleiðslu. Mikil reynsla hefur þegar skapast í framleiðslu með breiðri vörulínu IHANNA HOME og okkur væri sönn ánægja að taka þátt í nýjum og spennandi verkefnum.

IHANNA HOME er með góða breidd af fallegum gjöfum sem henta vel sem gjafir til starfsmanna, vildarvina, viðskiptavina o.s.frv. Við getum tekið að okkur að sérhanna vörur sniðnar að óskum hvers og eins en ásamt því getum við pakkað inn og haft gjöfina klára til afhendingar. Íslensk hönnun IHANNA HOME er kjörin fyrirtækjagjöf hérlendis sem og erlendis.